Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   fös 06. desember 2024 13:34
Elvar Geir Magnússon
Hlégarði
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Magnús Már Einarsson.
Magnús Már Einarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var mikið um dýrðir í Hlégarði í Mosfellsbæ í dag þegar nýliðar Aftureldingar í Bestu deildinni kynntu fjóra leikmenn. Bræðir Axel Óskar og Jökull Andréssynir, Oliver Sigurjónsson og Þórður Gunnar Hafþórsson hafa skrifað undir hjá félaginu.

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var að vonum kampakátur í Hlégarði þegar Fótbolti.net spjallaði við hann.

„Þetta er í fyrsta sinn sem Afturelding heldur fréttamannafund, við þurfum að gera þetta almennilega. Ég er mjög ánægður með að fá þessa leikmenn, frábærir leikmenn og frábærir karakterar," segir Magnús Már.

„Við höfum verið orðaðir við marga leikmenn að undanförnu en ég get sagt að þetta eru einu fjóru leikmennirnir sem við höfum farið í samningaviðræður við. Við náðum að fá þá alla og gríðarlega ánægðir með það."

Með Aftureldingarhjarta
Maggi segir það öflugt að það sé komin svona skýr mynd á hópinn í byrjun desember.

„Þetta er nýtt fyrir okkur. Núna höfum við fjóra mánuði til að koma þessum nýju mönnum inn og undirbúa okkur. Það eru forréttindi að hafa hópinn allt að því kláran núna. Við erum komnir langt með að loka hópnum, þetta er gott í bili og það verður ekki miklu bætt við."

Andrésson bræður verða í stóru hlutverki í Mosfellsbænum.

„Þetta eru geggjaðir leikmenn og geggjaðir karakter. Þeir eru með Aftureldingarhjarta og hafa mætt á æfingar hjá okkur þegar þeir eru í fríum. Nú geta þeir loksins mætt á æfingar sem okkar leikmenn. Það er gaman, miklir karakterar og hjálpa okkur mikið."

Ætla ekki að reyna við Eyþór
Eyþór Wöhler er félagslaus eftir að samningi hans við KR var rift. Hann hefur verið orðaður við heimkomu í Mosfellsbæ en Maggi segir að hann sé ekki á leiðinni, allavega ekki eins og staðan er.

„Hann fór frá okkur til ÍA á sínum tíma og kom aftur til okkar á láni. Við höfum miklar mætur á Eyþóri, öflugur leikmaður sem við höfum áður reynt að fá. Staðan er núna þannig að við erum með tvo aðra öfluga framherja. Eins og staðan er núna erum við ekki að fara að fá hann."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan. Þar tjáir Maggi sig nánar um komandi tímabil, stemninguna í Mosfellsbæ og þá leikmenn sem hann hefur fengið til sín.
Athugasemdir
banner
banner