Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   fös 06. desember 2024 13:34
Elvar Geir Magnússon
Hlégarði
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Magnús Már Einarsson.
Magnús Már Einarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var mikið um dýrðir í Hlégarði í Mosfellsbæ í dag þegar nýliðar Aftureldingar í Bestu deildinni kynntu fjóra leikmenn. Bræðir Axel Óskar og Jökull Andréssynir, Oliver Sigurjónsson og Þórður Gunnar Hafþórsson hafa skrifað undir hjá félaginu.

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var að vonum kampakátur í Hlégarði þegar Fótbolti.net spjallaði við hann.

„Þetta er í fyrsta sinn sem Afturelding heldur fréttamannafund, við þurfum að gera þetta almennilega. Ég er mjög ánægður með að fá þessa leikmenn, frábærir leikmenn og frábærir karakterar," segir Magnús Már.

„Við höfum verið orðaðir við marga leikmenn að undanförnu en ég get sagt að þetta eru einu fjóru leikmennirnir sem við höfum farið í samningaviðræður við. Við náðum að fá þá alla og gríðarlega ánægðir með það."

Með Aftureldingarhjarta
Maggi segir það öflugt að það sé komin svona skýr mynd á hópinn í byrjun desember.

„Þetta er nýtt fyrir okkur. Núna höfum við fjóra mánuði til að koma þessum nýju mönnum inn og undirbúa okkur. Það eru forréttindi að hafa hópinn allt að því kláran núna. Við erum komnir langt með að loka hópnum, þetta er gott í bili og það verður ekki miklu bætt við."

Andrésson bræður verða í stóru hlutverki í Mosfellsbænum.

„Þetta eru geggjaðir leikmenn og geggjaðir karakter. Þeir eru með Aftureldingarhjarta og hafa mætt á æfingar hjá okkur þegar þeir eru í fríum. Nú geta þeir loksins mætt á æfingar sem okkar leikmenn. Það er gaman, miklir karakterar og hjálpa okkur mikið."

Ætla ekki að reyna við Eyþór
Eyþór Wöhler er félagslaus eftir að samningi hans við KR var rift. Hann hefur verið orðaður við heimkomu í Mosfellsbæ en Maggi segir að hann sé ekki á leiðinni, allavega ekki eins og staðan er.

„Hann fór frá okkur til ÍA á sínum tíma og kom aftur til okkar á láni. Við höfum miklar mætur á Eyþóri, öflugur leikmaður sem við höfum áður reynt að fá. Staðan er núna þannig að við erum með tvo aðra öfluga framherja. Eins og staðan er núna erum við ekki að fara að fá hann."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan. Þar tjáir Maggi sig nánar um komandi tímabil, stemninguna í Mosfellsbæ og þá leikmenn sem hann hefur fengið til sín.
Athugasemdir
banner