Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   fös 06. desember 2024 13:34
Elvar Geir Magnússon
Hlégarði
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Magnús Már Einarsson.
Magnús Már Einarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var mikið um dýrðir í Hlégarði í Mosfellsbæ í dag þegar nýliðar Aftureldingar í Bestu deildinni kynntu fjóra leikmenn. Bræðir Axel Óskar og Jökull Andréssynir, Oliver Sigurjónsson og Þórður Gunnar Hafþórsson hafa skrifað undir hjá félaginu.

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var að vonum kampakátur í Hlégarði þegar Fótbolti.net spjallaði við hann.

„Þetta er í fyrsta sinn sem Afturelding heldur fréttamannafund, við þurfum að gera þetta almennilega. Ég er mjög ánægður með að fá þessa leikmenn, frábærir leikmenn og frábærir karakterar," segir Magnús Már.

„Við höfum verið orðaðir við marga leikmenn að undanförnu en ég get sagt að þetta eru einu fjóru leikmennirnir sem við höfum farið í samningaviðræður við. Við náðum að fá þá alla og gríðarlega ánægðir með það."

Með Aftureldingarhjarta
Maggi segir það öflugt að það sé komin svona skýr mynd á hópinn í byrjun desember.

„Þetta er nýtt fyrir okkur. Núna höfum við fjóra mánuði til að koma þessum nýju mönnum inn og undirbúa okkur. Það eru forréttindi að hafa hópinn allt að því kláran núna. Við erum komnir langt með að loka hópnum, þetta er gott í bili og það verður ekki miklu bætt við."

Andrésson bræður verða í stóru hlutverki í Mosfellsbænum.

„Þetta eru geggjaðir leikmenn og geggjaðir karakter. Þeir eru með Aftureldingarhjarta og hafa mætt á æfingar hjá okkur þegar þeir eru í fríum. Nú geta þeir loksins mætt á æfingar sem okkar leikmenn. Það er gaman, miklir karakterar og hjálpa okkur mikið."

Ætla ekki að reyna við Eyþór
Eyþór Wöhler er félagslaus eftir að samningi hans við KR var rift. Hann hefur verið orðaður við heimkomu í Mosfellsbæ en Maggi segir að hann sé ekki á leiðinni, allavega ekki eins og staðan er.

„Hann fór frá okkur til ÍA á sínum tíma og kom aftur til okkar á láni. Við höfum miklar mætur á Eyþóri, öflugur leikmaður sem við höfum áður reynt að fá. Staðan er núna þannig að við erum með tvo aðra öfluga framherja. Eins og staðan er núna erum við ekki að fara að fá hann."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan. Þar tjáir Maggi sig nánar um komandi tímabil, stemninguna í Mosfellsbæ og þá leikmenn sem hann hefur fengið til sín.
Athugasemdir
banner
banner