Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 07. janúar 2021 11:00
Magnús Már Einarsson
WBA að fá Snodgrass
West Bromwich Albion er í viðræðum við West Ham um að fá kantmanninn Robert Snodgrass í sínar raðir. Viðræður eru langt á veg komnar.

Sam Allardyce, stjóri WBA, er á fullu að vinna í að styrkja leikmannahóp sinn fyrir fallbaráttuna.

Allardyce vill fá hinn 33 ára gamla Snodgrass í sínar raðir og líklegt er að hann muni gera eins og hálfs árs samning við WBA.

Snodgrass má fara frá West Ham en hann er ekki inni í myndinni hjá David Moyes.
Athugasemdir
banner