Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 07. janúar 2023 14:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enski bikarinn: Kane hetja Tottenham - Southampton kom til baka
Mynd: EPA

Antonio Conte, stjóri Tottenham, stillti upp nokkuð sterku liði gegn Portsmouth á heimavelli í enska bikarnum í dag.


Þrátt fyrir það ætlaði Portsmouth ekki að gefa Tottenham neitt. Fyrri hálfleikur var ansi lokaður og staðan markalaus eftir 45 mínútna leik.

Það var hins vegar snemma í síðari hálfleik sem Harry Kane braut ísinn með glæislegu skoti rett fyrir utan vítateiginn. Það reyndist sigurmarkið og er Kane því einu marki frá því að jafna markamet Jimmy Greaves hjá Tottenham.

Í fyrsta úrvalsdeildarslag dagsins mættust Crystal Palace og Southampton. Palace komst yfir með marki frá Odsonne Edouard en James Ward-Prowse jafnaði metin með marki lengst utan af velli úr aukaspyrnu.

1-1 var staðan í hálfleik en Adam Armstrong tryggði Southampton sigurinn þegar síðari hálfleikur var um það bil hálfnaður.

Kelechi Iheanacho var hetja Leicester í 1-0 sigri á Gillingham. Þá eru Preston og Reading komin áfram.

Crystal Palace 1 - 2 Southampton
1-0 Odsonne Edouard ('14 )
1-1 James Ward-Prowse ('37 )
1-2 Adam Armstrong ('68 )

Gillingham 0 - 1 Leicester City
0-1 Kelechi Iheanacho ('56 )

Preston NE 3 - 1 Huddersfield
0-1 Florian Kamberi ('57 )
0-2 Tom Lees ('61 , sjálfsmark)
1-2 Bambo Diaby ('73 )
2-2 Alan Browne ('85 )

Reading 2 - 0 Watford
1-0 Kelvin Abrefa ('45 )
2-0 Shane Long

Tottenham 1 - 0 Portsmouth
1-0 Harry Kane ('50 )


Athugasemdir
banner
banner
banner