Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
banner
   þri 07. febrúar 2023 11:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Agbonlahor lét Casemiro heyra það: Á að handtaka hann fyrir þetta
Casemiro.
Casemiro.
Mynd: Getty Images
Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro fékk að líta rauða spjaldið þegar Manchester United vann 2-1 sigur gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Casemiro, sem hefur verið algjörlega frábær á miðsvæðinu hjá United, tók þátt í stympingum á milli leikmanna í síðari hálfleik en hann fékk rauða spjaldið fyrir að setja hendur sínar utan um háls Will Hughes, miðjumanns Palace.

Gabby Agbonlahor, fyrrum leikmaður Aston Villa, tjáði sig um rauða spjaldið á Talksport eftir leikinn en hann var ekki hrifinn af því sem hann sá frá brasilíska miðjumanninum.

Agbonlahor, sem liggur ekki á skoðunum sínum, sagði: „Casemiro hélt að hann væri Brock Lesnar að berjast í UFC."

„Hann setti hendur sínar utan um háls Will Hughes og það ætti í raun að handtaka hann fyrir þetta. Krakkar eru að horfa og sjá Casemiro kyrkja andstæðing. Þetta er fótbolti og við viljum ekki sjá svona."

Casemiro er á leið í þriggja leikja bann en Agbonlahor vill að Man Utd refsi honum aukalega, dragi af honum laun eða eitthvað álíka.

Erik ten Hag, stjóri Man Utd, var ósáttur við rauða spjaldið en það voru margir leikmenn sem tóku þátt í þessum átökum. Hann segir að það hafi verið ósanngjarnt að refsa Casemiro einum svona harkalega.

Rætt var um rauða spjaldið sem Casemiro fékk í Enski boltinn hlaðvarpinu sem hægt er að hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Enski boltinn - Staðan hjá Liverpool mikið áhyggjuefni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner