Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 07. febrúar 2023 21:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Corberan tekur ekki við Leeds - Búinn að gera nýjan samning
Mynd: Getty Images

Carlos Corberán stjóri West Brom var talinn líklegastur til að taka við af Jesse Marsch hjá Leeds United en nú er ljóst að það verður ekkert úr því.


Marsch var rekinn á dögunum eftir slakt gengi að undanförnu. Corberan var talinn líklegastur til að taka við en hann hefur nú skrifað undir nýjan samning við West Brom.

Hann tók við WBA í október og gerði tveggja og hálfs árs samning. Hann hefur unnið tíu af þrettán leikjum undir stjórn félagsins. Nýji samningurinn gildir til ársins 2027.

Corberan og Real Madrid goðsögnin Raul hafa verið nefndir til sögunnar en hvorugur kemur. Bráðabirgðarteymi stýrir liðinu gegn United á morgun í ensku úrvalsdeildinni.

Sjá einnig:
Stuðningsmenn Leeds svara: Hver á að taka við?


Athugasemdir
banner