Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 07. mars 2021 21:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Bale og Kane sáu um Crystal Palace
Gareth Bale og Harry Kane.
Gareth Bale og Harry Kane.
Mynd: Getty Images
Tottenham 4 - 1 Crystal Palace
1-0 Gareth Bale ('25 )
1-1 Christian Benteke ('45 )
2-1 Gareth Bale ('49 )
3-1 Harry Kane ('52 )
4-1 Harry Kane ('76 )

Gareth Bale og Harry Kane sáu um Crystal Palace fyrir Tottenham í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Bale hefur verið mjög góður upp á síðkastið og hann skoraði fyrsta mark leiksins í London á 25. mínútu. Harry Kane kom boltanum fyrir á Bale eftir að Lucas Moura hafði unnið boltann af Luka Milivojevic.

Milivojevic bætti upp fyrir mistök sín hins vegar þegar hann lagði upp fyrir Christian Benteke í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Benteke skoraði með skalla og staðan 1-1 þegar liðin gengu til búningsklefa.

Tottenham var sterkari í fyrri hálfleiknum og þeir náðu að gera betur í seinni hálfleiknum. Bale kom Spurs aftur í forystu á 49. mínútu og þremur mínútum síðar skoraði Kane þriðja mark heimamanna með frábæru skoti eftir sendingu Matt Doherty.

Wilfried Zaha kom inn á sem varamaður hjá Palace og hann átti skot í stöngina áður en Kane innsiglaði sigurinn algjörlega með sínu öðru marki.

Lokatölur 4-1 og Jose Mourinho verður sáttur með þennan leik. Tottenham er komið upp í sjötta sæti en Palace er áfram í 13. sætinu.

Önnur úrslit í dag:
England: Boltinn vildi ekki inn á The Hawthorns
England: Sjötta tap Liverpool í röð á Anfield kom gegn Fulham
England: Man Utd stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Man City
Athugasemdir
banner
banner