Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 07. mars 2021 18:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Holland: Albert byrjaði er AZ tapaði í fyrsta sinn í meira en mánuð
Mynd: Getty Images
Albert Guðmundsson byrjaði fyrir AZ Alkmaar er liðið tapaði fyrir Vitesse í hollensku úrvalsdeildinni í dag.

Heimamenn tóku forystuna eftir rúmlega hálftíma leik og var staðan 1-0 í hálfleik. Á 72. mínútu kom annað mark heimamanna og brekkan brött fyrir AZ.

AZ náði ekki að klífa brekkuna í tæka tíð. Hinn sænski Jesper Karlsson minnkaði muninn á 81. mínútu en þeir komust ekki lengra og lokatölur 2-1.

Albert var tekinn af velli á 76. mínútu en AZ er í þriðja sæti deildarinnar með einu stigi meira en Vitesse. Ajax er á toppnum með sex stiga forskot.

AZ hafði unnið fjóra leiki í röð fyrir leikinn í dag. Þetta er fyrsta tap liðsins frá 31. janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner