Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 07. mars 2021 11:20
Aksentije Milisic
Maguire um rifrildi sín og Rashford: Þetta er bara jákvætt
Á góðri stundu.
Á góðri stundu.
Mynd: Getty Images
Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, og Marcus Rashford rifust í leik liðsins gegn Crystal Palace í miðri viku.

Harry var ekki sáttur með að Rashford væri hangandi inn í rangstöðunni og lét hann vita að því. Rashford svaraði fullum hálsi og kallaði Maguire ljótum nöfnum.

Maguire var spurður út í atvikið og segir hann að þetta geti bara talist sem jákvætt. Þetta sýnir að mönnum er ekki sama og að þeir vilji taka ábyrgð.

„Ef við viljum vinna titla, þá verðum við að hafa leiðtoga í liðinu," sagði Harry.

„Þið heyrið þessa hluti núna þegar það eru ekki áhorfendur á leikjunum. Við erum alltaf að öskra á hvorn annan í leikjum. Ég ber fulla virðingu fyrir Rashford og öfugt. Við viljum það besta fyrir félagið."

„Þetta sýnir bara að við erum að fara í rétta átt. Við erum ástríðufullir. Við viljum vinna leiki svo við verðum pirraðir. Við sýnum ástríðu fyrir félagið og viljum árangur."

Manchester United og Manchester City mætast í grannaslag í dag og spurning hvort að Harry Maguire láti ekki Rashford aðeins heyra það í dag. Eða öfugt.
Athugasemdir
banner
banner