Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 07. apríl 2021 21:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Chelsea talið næst líklegast til að vinna keppnina
Eftir 0-2 sigur gegn Porto er Chelsea orðið næst líklegasta liðið til að vinna Meistaradeildina samkvæmt veðbönkum. Þetta kemur fram í textalýsingu BBC frá leikjum kvöldsins.

Manchester City er talið líklegast til sigurs og eftir tap Bayern Munchen í kvöld lækkuðu stuðlarnir á að Chelsea vinni keppnina. Á sama tíma hækkaði stuðullinn á að Bayern vinni.

PSG og Bayern koma svoa í kjölfarið á Chelsea með þriðju lægstu stuðlana.

Staðan í einvígunum fjórum eftir fyrri leikina:

Real Madrid 3 - 1 Liverpool
Manchester City 2 - 1 Dortmund
Bayern Munchen 2 - 3 PSG
Porto 0 - 2 Chelsea
Athugasemdir
banner