Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. apríl 2021 14:00
Elvar Geir Magnússon
Eigendaskipti hjá Derby og Ipswich
Wayne Rooney er stjóri Derby.
Wayne Rooney er stjóri Derby.
Mynd: Getty Images
Mel Morris, eigandi Derby County, hefur samþykkt að selja félagið til No Limits Sports Limited sem er í eigu spænska viðskiptamannsins Erik Alonso.

Alonso starfaði tímabundið sem ráðgjafi hjá Sheffield Wednesday.

„Það er tilhlökkun að vinna með Wayne Rooney og hans liði og við munum gera allt sem við getum til að styðja við sýn og metnað félagsins," segir í tilkynningu frá Alonso.

Derby er í 18. sæti í Championship-deildinni.

Þá hefur bandaríski fjárfestahópurinn Gamechanger 20 gengið frá yfirtöku á enska C-deildarfélaginu Ipswich Town. Hópurinn á einnig Phoenix Rising sem er í B-deild bandaríska fótboltans.
Athugasemdir
banner
banner
banner