Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 07. maí 2022 11:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ten Hag vill að Ronaldo verði áfram hjá Manchester United
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Barcelona hefur áhuga á Bernardo Silva, 27, leikmanni Manchester City og portúgalska landsliðsins og gæti boðið hollenska landsliðsmanninn Frenkie de Jong, 24, í skiptum. (Mundo Deportivo)

Graham Potter stjóri Brighton er líklegastur til að taka við af Antonio Conte sem stjóri Tottenham. Brighton vill 10 milljónir punda frá Tottenham ef Conte fer eftir tímabilið. (Telegraph)

Conte hefur varað Tottenham við því að liðið þurfi að eyða miklum peningum í sumar eða vonast eftir kraftaverki ætli liðið að ná liðunum fyrir ofan sig. (Evening Standard)

Erik ten Hag verðandi stjóri Manchester United vill að Cristiano Ronaldo verði áfram hjá félaginu. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum á Old Trafford. (Telegraph)

Manchester United hefur einnig áhuga á Hugo Ekitike. Hann er 19 ára gamall franskur sóknarmaður hjá Reims. (Mail)

Chelsea er að íhuga að gera tilboð í Gleison Bremer, 25, varnarmann Torino. (Football London)

Ole Gunnar Solskjær er tilbúinn til að snúa sér aftur að þjálfun. Hann hefur heyrt í nokkrum félögum, meðal annars í úrvalsdeildinni. (VG)

Christian Eriksen íhugar að vera áfram hjá Brentford á næstu leiktíð. Þessi danski miðjumaður hefur verið orðaður við endurkomu til Tottenham og einnig til Leicester. (Telegraph)

Franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe, 23, mun tilkynna loka niðurstöðuna um hvort hann muni yfirgefa PSG í júní. (Le Parisien)

Menn hjá Chelsea eru ósáttir við að geta ekki keypt Erling Haaland leikmann Dortmund og norska landsliðsins. Félagið getur gert takmarkað á félagsskipta markaðnum þar sem bresk stjórnvöld hafa fryst félagið vegna tengsla Abramovic við Putin (ESPN)

Marco Silva stjóri Fulham segir að Fabio Carvalho muni ekki vera hjá félaginu í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Liðið hefur náð samkomulagi við LIverpool um að leikmaðurinn fari fyrir 7 milljónir punda. (Liverpool Echo)

Arsenal hefur áhuga á Arthur Melo, 25, miðjumanni Juventus. (Ekrem Konur)

West Ham íhugar að gera tilboð í Josh Brownhill, 26, miðjumann Burnley. (90min)

Hamrarnir eru einnig að undirbúa tilboð í Armando Broja leikmann Chelsea en hann hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína á láni hjá Southampton. (Sun)

Brendan Rodgers stjóri Leicester ætlar að endurbyggja hópinn en nokkrir leikmenn gætu verið á förum. (Mail)

Thomas Tuchel stjóri Chelsea segir að Romelu Lukaku muni vera mikilvægur partur af plönunum hans á næstu leiktíð, þessi 28 ára gamli framherji hefur verið orðaður við endurkomu til Inter Milan. (Mirror)

Ruben Neves miðjumaður Wolves vill vera áfram í ensku úrvalsdeildinni ef hann yfirgefur Molineux í sumar. Portúgalinn á tvö ár eftir af samningnum. (Mail)

David Beckham vill fá James Rodriguez, 30, leikmann Al-Rayyan og kólumbíska landsliðsins til Inter Miami. (Sun)


Athugasemdir
banner
banner
banner