banner
   þri 07. júní 2022 17:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
María og Hegerberg í norska hópnum
Hegerberg
Hegerberg
Mynd: EPA
Búið er að tilkynna norska hópinn fyrir EM kvenna í sumar, um 23ja manna hóp er að ræða.

Það vekur athygli að Ada Hegerberg, leikmaður Lyon í Frakklandi, er í hópnum. Hún ákvað árið 2017 að hætta með landsliðinu í mótmælaskyni. Hún var ekki sátt við virðingaleysi í garð kvenkyns leikmanna á þeim tíma.

Hún tók fram landsliðskóna aftur í landsliðið fyrr á þessu ári. Hún skoraði svo sigurmark Lyon í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í síðasta mánuði.

María Þórisdóttir er einnig í hópnum en hún er dóttir Þóris Hergeirssonar sem er þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta. María er leikmaður Manchester United á Englandi.

Norski hópurinn:
Guro Pettersen, Sunniva Skoglund, Aurora Mikalsen, Tuva Hansen, Maren Mjelde, Anja Sonstevold, Anna Langas Josendal, Julie Blakstad, Maria Þórisdóttir, Synne Skinnes Hansen, Guro Bergsvand, Vilde Boe Risa, Amalie Eikeland, Ingrid Syrstad Engen, Frida Maanum, Lisa Naalsund, Karina Saevik, Guro Reiten, Elisabeth Turland, Sophie Roman Haug, Celin Bizet Ildhusoy, Caroline Graham Hansen, Ada Hegerberg.
Athugasemdir
banner
banner
banner