Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fös 07. júní 2024 18:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wembley
John Cross: Tapið gegn Íslandi táknrænt fyrir gamla England
Einn virtasti fótboltablaðamaður Englands í viðtali við Fótbolta.net.
Icelandair
John Cross, yfirmaður fótboltaskrifa hjá Daily Mirror.
John Cross, yfirmaður fótboltaskrifa hjá Daily Mirror.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England og Ísland mætast í vináttulandsleik í kvöld.
England og Ísland mætast í vináttulandsleik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég naut aðdragandans mjög mikið. Ég fór á æfingasvæði Íslands í Annecy og ég varð ástfanginn af svæðinu. Ég fór aftur þangað í frí fyrir tveimur sumrum. Þetta var fallegur staður," sagði John Cross, yfirmaður fótboltaskrifa hjá Daily Mirror, í samtali við Fótbolta.net á Wembley núna áðan.

Hann var þar að tala um aðdraganda leik Íslands og Englands á EM fyrir átta árum síðan. Cross fjallaði um enska liðið á því móti en eins og allir Íslendingar vita þá vann Ísland ótrúlegan 2-1 sigur í þeim leik. Það eru líklega verstu úrslit í sögu enska fótboltalandsliðsins.

„Byrjunin á leiknum var kaotísk. Ég held að Englendingar hafi talið að þeir myndu komast aftur í leikinn. Andrúmsloftið var rosalegt. Það var horft á þetta sem stærsta tap í enskri fótboltasögu. Það var þannig. Roy Hodgson þurfti að segja af sér eftir leikinn. Þetta var risastór saga. Ég man eftir hávaðanum enn í dag og trommuslættinum hjá íslensku stuðningsmönnunum."

„Ísland var uppáhalds lið allra þetta sumar út af tengingu þeirra við stuðningsmennina. Það var fallegt. Þetta eru skrítnar en samt góðar minningar."

Var þetta eitt versta kvöld í sögu enska fótboltans?

„Alveg klárlega. Ég man eftir að hafa skrifað það sjálfur á baksíðuna. Þjálfarinn þurfti að hætta og hann gerði það. Þetta varð til þess að enska knattspyrnusambandið leit alveg gríðarlega mikið inn á við. Sambandið þurfti að fara í mikla naflaskoðun en ég held að þetta tap hafi á endanum gert mikið jákvætt fyrir okkur. Þetta var frábær saga. Fyrir þetta kvöld var alltaf talað um tap England gegn Bandaríkjunum á HM sem verstu úrslitin en ef þú spyrð stuðningsmenn Englands í kvöld þá tala þeir um Ísland sem óvæntustu úrslit sögunnar."

Hann telur að fólk gleymi ekki þessum leik. „Hann er táknrænn fyrir gamla England og að liðið fari inn í nýjan tíma. Öll mistökin og allt sem fór úrskeiðis. Rangt lið á röngum tíma. Ég tel að England hafi náð mögnuðum árangri eftir þetta."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en í lok viðtalsins er Cross spurður út í spá sína fyrir kvöldið. Hann spáir naumum sigri Englands og vonast til að stuðningsmenn fari glaðir heim í síðasta leiknum fyrir EM í Þýskalandi. Hann ræðir einnig hópinn hjá Englandi og möguleikana fyrir EM í viðtalinu.
Athugasemdir