Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   lau 07. júní 2025 17:49
Brynjar Óli Ágústsson
Óskar Smári: Það er bara mikil stemning og fjör
Kvenaboltinn
Óskar Smári Haraldsson, þjáflari Fram.
Óskar Smári Haraldsson, þjáflari Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Alltaf gott að vinna. Við skorum þrjú mörk sem er mikilvægt. Tökum færin okkar vel og varnarleikur góður, þannig að tilfinningin er mjög góð.'' segir Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, eftir 3-1 sigur gegn Stjörnunni í Bestu deild kvenna.


Lestu um leikinn: Fram 3 -  1 Stjarnan

„Eftir við hættum að tala um úrslit og fórum að tala um frammistöðu, þá höfum við verið að ná í ágætis úrslit. Varnarlega var frammistaðan mjög góð í dag. Ég var ekki nógu sáttur með spilamennskuna á boltann, ég get alveg verið heiðarlegur með það. Heilt yfir get ég ekki kvartað mikið,''

Þið voruð alveg með leikinn, þá sérstaklega í fyrri hálfleik svo missið þið taktinn í loka mínútum leiksins. Hvað gerist þar?

„Það er svo gaman að vera ósammála. Mér fannst við vera með tökin á boltann í fyrri hálfleik, já. Þær voru ekki að skapa sér mikið Stjarnan, en þær voru samt allt of mikið með boltann. Við vildum vera ofar á vellinum en við þurftum að verja okkar mark. Í seinni hálfleik þega við skorum þriðja markið þá fer vindurinn smá frá Stjörnunni og þá fannst mér leikurinn deyja út og stelpurnar gera feyki vel að 'see the game out' eins og er sagt á ensku,''

Fram spilar gegn Val í næstu umferð sem hafa ekki sigrað leik í seinustu 5 leikjum. Ætlið þið að gera það að 6 leikjum?

„Það er alltaf markmiðið. Við þurfum líka að bera virðingu fyrir því að við erum að spila á móti bikarmeisturum frá í fyrra með hörku lið og góðan þjálfara,''

„Við erum á fínni siglingu. Það vantar fjóra leikmenn og Ólína Hildur var næstum búin að skora fjórða markið. Við erum á góðum stað og það er bara mikil stemning og fjör. Svo getur alveg verið að við töðum næsta leik og þá megum við ekki fara of neðarlega. Við megum ekki fara of hátt í tilfinningar skalanum, ég er búinn að segja þetta áður og segi þetta aftur,''

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner