Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 07. júlí 2019 19:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarliðin í úrslitaleik Copa America: Engar breytingar
Firmino er fremsti maður Brasilíu.
Firmino er fremsti maður Brasilíu.
Mynd: Getty Images
Úrslitaleikur Copa America, Suður-Ameríku bikarsins, hefst klukkan 20:00. Þar mætast heimamenn í Brasilíu og Perú.

Þegar þessi lið mættust í riðlakeppninni vann Brasilía 5-0 sigur. Brasilía vann 2-0 sigur á Argentínu í undanúrslitum og Perú kom á óvart og vann 3-0 sigur á Síle.

Þetta verður fyrsti úrslitaleikur Perú í Copa America í 44 ár. Brasilía á möguleika á að vinna þessa keppni í fyrsta sinn síðan 2007.

Bæði lið halda sama byrjunarliði og í undanúrslitunum.

Byrjunarlið Brasilíu: Alisson, Dani Alves, Marquinhos, Thiago Silva, Alex Sandro, Casemiro, Arthur, Everton, Coutinho, Gabriel Jesus, Firmino.

Byrjunarlið Perú: Gallese, Advíncula, Zambrano, Abram, Trauco, Yotun, Tapia, Carrillo, Cueva, Flores, Guerrero.
Athugasemdir
banner
banner
banner