Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 07. júlí 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sandro Ramirez til Valladolid (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Spænski sóknarmaðurinn Sandro Ramirez mun leika fyrir Real Valladolid að láni út tímabili.

Sandro gekk í raðir Everton sumarið 2017 eftir frábært tímabil hjá Malaga þar sem hann skoraði 14 mörk í 30 deildarleikjum.

Hann hefur ekki skorað í deildarleik síðan þá þrátt fyrir að hafa komið við sögu í 8 slíkum með Everton, 13 að láni hjá Sevilla og 24 að láni hjá Real Sociedad.

Sandro er 23 ára gamall og skoraði 20 mörk í 26 leikjum fyrir yngri landslið Spánar.

Spænskir fjölmiðlar telja kaupmöguleika vera til staðar sem á að nema um 15 milljónum evra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner