Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 07. júlí 2020 16:52
Elvar Geir Magnússon
Sölvi dæmdur í þriggja leikja bann (Staðfest)
Sölvi Geir Ottesen.
Sölvi Geir Ottesen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Geir Ottesen, varnarmaður Víkings, hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann.

Sölvi var einn af þremur leikmönnum Víkings sem fengu rautt spjald í tapinu gegn KR í Pepsi Max-deild karla.

Halldór Smári Sigurðsson og Kári Árnason fengu eins leiks bann og Víkingur fékk 17.500 króna sekt.

Refsing Sölva þyngdist vegna „ofsalegrar framkomu" en myndband náðist af honum þar sem hann segir reiður við fjórða dómarann „fokka þú þér aumingi".

„Ég harma framgöngu mína eftir að hafa fengið brottvísun í leik KR og Víkings sl. laugardagskvöld. Í hita leiksins snarreiddist ég þar sem ég taldi mig órétti beittan eftir að leikmaður KR ýtti mér svo ég féll á annan leikmann liðsins. Dómari leiksins mat það sem viljaverk að vinstri handleggur minn hafi lent í anditi leikmanns KR sem lá á vellinum. Ég átti hins vegar ekkert sökótt við leikmanninn, ásetningurinn var enginn og ég var aðeins að reyna að verjast falli," sagði Sölvi í yfirlýsingu eftir rauða spjaldið.

„Þrátt fyrir öll málsatvik á leikmaður með mína reynslu, og fyrirliði Víkings, hins vegar að vita betur og viðbrögð mín í hita leiksins voru mér, liðsfélögum og Knattspyrnufélagi Víking ekki til sóma."

Víkingur mætir Val á morgun en Sölvi mun einnig missa af leikjum gegn HK og ÍA.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner