
Eggert Aron Guðmundsson skoraði ótrúlega mikilvægt jöfnunarmark í 1-1 jafnteflinu gegn Norðmönnum á Evrópumóti U19 ára landsliða í kvöld.
Lestu um leikinn: Ísland U19 1 - 1 Noregur U19
Íslenska liðið mátti alls ekki tapa leiknum annars væri það úr leik.
Það hótaði marki Norðmanna í síðari hálfleiknum en það voru Norðmenn sem komust yfir með marki úr vítaspyrnu.
Undir lok leiksins keyrðu Íslendingar fram í hraða sókn. Lúkas Petersson rúllaði boltanum á Eggert sem keyrði fram völlinn. Hann fékk Guðmund Baldvin Nökkvason í þríhyrningsspil áður en Eggert tók á rás, hljóp framhjá nokkrum varnarmönnum áður en hann lagði boltann í hornið.
Stórkostlegt mark í alla staði en það má sjá hér fyrir neðan.
EGGERT ARON GUÐMUNDSSON ????????(2004) WITH A SENSATION COAST TO COAST GOLAZO FOR THE EQUALIZER!!!#U19Euro pic.twitter.com/75fXKIRbYC
— Football Report (@FootballReprt) July 7, 2023
Athugasemdir