De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 07. júlí 2023 21:35
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu sturlað mark Eggerts gegn Norðmönnum - „GOLAZO“
Icelandair
Eggert Aron skoraði stórbrotið mark gegn Norðmönnum
Eggert Aron skoraði stórbrotið mark gegn Norðmönnum
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Eggert Aron Guðmundsson skoraði ótrúlega mikilvægt jöfnunarmark í 1-1 jafnteflinu gegn Norðmönnum á Evrópumóti U19 ára landsliða í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland U19 1 -  1 Noregur U19

Íslenska liðið mátti alls ekki tapa leiknum annars væri það úr leik.

Það hótaði marki Norðmanna í síðari hálfleiknum en það voru Norðmenn sem komust yfir með marki úr vítaspyrnu.

Undir lok leiksins keyrðu Íslendingar fram í hraða sókn. Lúkas Petersson rúllaði boltanum á Eggert sem keyrði fram völlinn. Hann fékk Guðmund Baldvin Nökkvason í þríhyrningsspil áður en Eggert tók á rás, hljóp framhjá nokkrum varnarmönnum áður en hann lagði boltann í hornið.

Stórkostlegt mark í alla staði en það má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner