Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 07. ágúst 2022 23:07
Brynjar Ingi Erluson
Forest nær samkomulagi við Betis um Moreno
Alex Moreno
Alex Moreno
Mynd: EPA
Nottingham Forest hefur náð samkomulagi við Real Betis um spænska vinstri bakvörðinn Alex Moreno en það er John Percy hjá Telegraph sem segir frá þessu.

Moreno er 29 ára gamall og hefur spilað fyrir Betis síðustu þrjú ár en hann gerði 5 mörk í 38 leikjum á síðustu leiktíð er liðið varð bikarmeistari.

Nottingham Forest hefur verið í viðræðum við Betis síðustu daga um kaup á Moreno og er nú samkomulag í höfn, en enska félagið greiðir 9 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Moreno mun halda til Englands á næstu dögum og gangast undir læknisskoðun áður en gengið verður frá helstu smáatriðum.

Hann verður 13. leikmaðurinn sem Forest fær til sín í sumar en liðið er nýliði í ensku úrvalsdeildinni. Forest ætlar að bæta frekar við hóp sinn áður en glugginn lokar.
Athugasemdir
banner
banner
banner