Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 07. ágúst 2022 22:29
Brynjar Ingi Erluson
Neville um tilboð Man Utd í Arnautovic: Þetta er örvænting og ákveðið mynstur
Gary Neville talaði um Marko Arnautovic í kvöld
Gary Neville talaði um Marko Arnautovic í kvöld
Mynd: EPA
Marko Arnautovic spilaði með West Ham frá 2017 til 2019
Marko Arnautovic spilaði með West Ham frá 2017 til 2019
Mynd: Getty Images
Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports, segist finna lykt af örvæntingu hjá hans gamla félagi Manchester United eftir að fréttir bárust af því að félagið væri búið að leggja fram tilboð í austurríska framherjann Marko Arnautovic.

United hefur ekki enn styrkt sóknarlínuna fyrir komandi leiktíð en þegar fengið tvo varnarmenn og einn miðjumann.

Sky á Ítalíu sagði frá því í kvöld að Bologna væri búið að hafna 7,6 milljón punda tilboði Man Utd í Arnautovic, sem er 33 ára gamall.

Neville var spurður út í þetta tilboð United en hann segir það koma á slæmum tíma; rétt eftir að liðið tapaði fyrir Brighton, 2-1, og segir hann þetta mikla örvæntingu.

„Fyrsta sem þú gerir þegar síminn hringir frá Manchester United er að hafna tilboðinu, því raunveruleikinn er sá að eftir að hafa tapað þessum leik gegn Brighton þá er félagið í viðræðum í töluvert verri stöðu en þeir voru í daginn áður og það er enn stærra vandamál."

„Ég er með skoðun á öllu sem er að gerast í heiminum, fyrir utan það að Manchester United ætlar að fá Marko Arnautovic. Ég hef ekkert um það að segja."

„Við höfum séð Radamel Falcao, Zlatan Ibrahimovic, Edinson Cavani og Odion Ighalo; þetta er örvænting og ákveðið mynstur. Þetta er að gerast aftur og aftur. Ég verð ekki einu sinni reiður eða skemmti mér yfir þessu lengur. Ég ætla ekki að tjá mig um þetta,"
sagði Neville.

Arnautovic skoraði 14 mörk í Seríu A með Bologna á síðustu leiktíð en Steve McClaren, aðstoðarmaður Erik ten Hag hjá Manchester United, vann með honum hjá Twente í Hollandi frá 2008 til 2010.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner