Conor Gallagher, leikmaður Chelsea, hefur verið orðaður hressilega við Atletico Madrid nýverið en hann er floginn út á einkaþotu til Madrídar frá Biggin Hill flugvellinum í London.
Gallagher hafnaði samningstilboði frá Chelsea á dögunum og vill semja við Atletico Madrid sem hafa áhuga á miðjumanninum.
Miðjumaðurinn var kominn með fyrirliðabandið hjá Chelsea undir lok tímabilsins í fyrra í fjarveru Reece James en hann er með ár eftir af samningnum hans hjá Chelsea.
Talið er að hann muni fara til Atletico fyrir 42 milljónir evra en Fabrizio Romano greindi frá því í dag að bæði hann og Julian Alvarez væru að fara að skrifa undir hjá spænska stórveldinu í vikunni.
?????? Conor Gallagher and Atlético, here we go and exclusive story confirmed…
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 7, 2024
…as his private flight to Madrid has been booked for tonight. pic.twitter.com/2kuFYUFrTV