Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mið 07. ágúst 2024 23:20
Sölvi Haraldsson
Gallagher floginn til Madríd
Hann er farinn til Madríd.
Hann er farinn til Madríd.
Mynd: Getty Images

Conor Gallagher, leikmaður Chelsea, hefur verið orðaður hressilega við Atletico Madrid nýverið en hann er floginn út á einkaþotu til Madrídar frá Biggin Hill flugvellinum í London.


Gallagher hafnaði samningstilboði frá Chelsea á dögunum og vill semja við Atletico Madrid sem hafa áhuga á miðjumanninum. 

Miðjumaðurinn var kominn með fyrirliðabandið hjá Chelsea undir lok tímabilsins í fyrra í fjarveru Reece James en hann er með ár eftir af samningnum hans hjá Chelsea.

Talið er að hann muni fara til Atletico fyrir 42 milljónir evra en Fabrizio Romano greindi frá því í dag að bæði hann og Julian Alvarez væru að fara að skrifa undir hjá spænska stórveldinu í vikunni.


Athugasemdir
banner
banner