Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mið 07. ágúst 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Porto vill 40 milljónir fyrir Galeno
Mynd: Getty Images
Juventus hefur gríðarlega mikinn áhuga á brasilíska kantmanninum Wenderson Galeno, sem er 26 ára gamall og með fjögur ár eftir af samningi við portúgalska stórveldið FC Porto.

Galeno hefur farið gríðarlega vel af stað á nýju tímabili og skoraði hann tvennu í úrslitaleik portúgalska ofurbikarsins á dögunum.

Á síðustu leiktíð kom þessi knái kantmaður að 38 mörkum í 48 leikjum með Porto, en hann á aðeins einn A-landsleik að baki fyrir Brasilíu og var ekki valinn í landsliðshópinn fyrir Copa América.

Juve er búið að ræða við umboðsteymi Galeno og hefur sett sig í samband við Porto, sem vill fá um 40 milljónir evra fyrir leikmanninn.
Athugasemdir
banner
banner