Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mið 07. ágúst 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Tottenham ætlar að samþykkja tilboð frá AC Milan
Mynd: EPA
Brasilíski bakvörðurinn Emerson Royal virðist vera á leið til AC Milan eftir afar langar viðræður á milli ítalska félagsins og Tottenham Hotspur um kaupverð.

Emerson var allan tímann viss um að vilja skipta yfir til Milan og gaf munnlegt samþykki fyrir samnningstilboði frá félaginu í byrjun sumars.

Milan hóf þá kaupviðræður við Tottenham en þær sigldu í strand í kringum 15 milljónir evra, þar sem Tottenham vildi fá rúmlega 20 milljónir fyrir.

Tottenham reyndi að selja Emerson á hærra verði annað en það gekk ekki og ætlar félagið því að samþykkja kauptilboð frá Milan, sem hljóðar upp á rúmlega 15 milljónir.

Emerson er 25 ára gamall og kom við sögu í 101 leik á þremur árum hjá Tottenham.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner