Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   lau 07. september 2019 19:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Einar: Gat alveg verið eitthvað bananahýði
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við byrjuðum hvorugan hálfleikinn vel, en við unnum okkur vel inn í leikinn og gerðum það sem við þurftum," sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, eftir 3-0 sigur gegn Moldóvu í undankeppni EM 2020 í dag.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Moldóva

„Við töluðum alltaf um það að klára þessa leiki hér heima. Þetta gat alveg verið eitthvað bananahýði, en mér fannst við tækla þetta verkefni mjög vel. Þeir fengu ekki mörg færi og við héldum þeim í burtu frá markinu."

Ísland spilaði í 4-4-2 og í byrjunarliðinu voru 9 af 11 leikmönnum sem spiluðu alla leiki á EM 2016.

„'Back to basics' eins og maðurinn sagði. Við kunnum þetta allt. Við vitum hvað þarf að gera. Það vita allir hvað felst í því verkefni sem hver og einn tekur sér. Jákvætt að við skiluðum sigri."

Það hellirigndi fyrir leikinn í dag, en það stytti upp þegar leikurinn hófst. Var ekki gaman að spila á blautum vellinum?

„Það var smá rigning og það er bara kósý. Það er ekki búið að rigna í Katar heillengi og því fínt að smá rigningu."

Viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir
banner