Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   lau 07. september 2019 19:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Einar: Gat alveg verið eitthvað bananahýði
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við byrjuðum hvorugan hálfleikinn vel, en við unnum okkur vel inn í leikinn og gerðum það sem við þurftum," sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, eftir 3-0 sigur gegn Moldóvu í undankeppni EM 2020 í dag.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Moldóva

„Við töluðum alltaf um það að klára þessa leiki hér heima. Þetta gat alveg verið eitthvað bananahýði, en mér fannst við tækla þetta verkefni mjög vel. Þeir fengu ekki mörg færi og við héldum þeim í burtu frá markinu."

Ísland spilaði í 4-4-2 og í byrjunarliðinu voru 9 af 11 leikmönnum sem spiluðu alla leiki á EM 2016.

„'Back to basics' eins og maðurinn sagði. Við kunnum þetta allt. Við vitum hvað þarf að gera. Það vita allir hvað felst í því verkefni sem hver og einn tekur sér. Jákvætt að við skiluðum sigri."

Það hellirigndi fyrir leikinn í dag, en það stytti upp þegar leikurinn hófst. Var ekki gaman að spila á blautum vellinum?

„Það var smá rigning og það er bara kósý. Það er ekki búið að rigna í Katar heillengi og því fínt að smá rigningu."

Viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir
banner