Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 07. september 2019 17:00
Brynjar Ingi Erluson
Bogdan um Markovic: Hann er snillingur í fimm manna bolta
Lazar Markovic náði ekki að heilla í Liverpool-treyjunni
Lazar Markovic náði ekki að heilla í Liverpool-treyjunni
Mynd: Getty Images
Adam Bogdan, fyrrum markvörður Liverpool á Englandi, bauð upp á fremur óvænt svör er Liverpool Echo spurði hann hver væri besti leikmaður sem hann hefur æft með.

Bogdan yfirgaf Liverpool í sumar eftir fjögur ár hjá félaginu en hann spilaði aðeins sex úrvalsdeildarleiki fyrir félagið.

Hann fór tvívegis á lán, til Wigan og Hibernian, en eins og áður segir þá yfirgaf hann félagið í sumar.

Bogdan æfði með mörgum frábærum leikmönnum en hver var bestur?

„Það voru margir góðir. Daniel Sturridge tildæmis en hann er ótrúlegur að klára færi. Hann gat fundið hornið með því að taka eitt skref," sagði Bogdan.

„Philippe Coutinho var einnig frábær. Ég veit ekki hvaða orð ég get notað til að lýsa honum."

„Lazar Markovic hins vegar var geggjaður í fimm manna bolta. Það er mjög erfitt að velja einn leikmann sem var frábær. Milner getur hlaupið í tvo tíma og er öflugur og skorar mörk á æfingum og Jordan Henderson er svipaður;"
sagði hann í lokin.

Markovic var heldur óvænt nafn en honum tókst aldrei að finna sig hjá Liverpool og yfirgaf félagið í janúar á frjálsri sölu og samdi við Fulham. Hann fór frá Fulham eftir tímabilið og spilar nú með Partizan í Serbíu.
Athugasemdir
banner
banner