Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   lau 07. september 2019 18:34
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu mörkin: Kane allt í öllu í sigri á Búlgaríu
Englendingar unnu Búlgaríu örugglega með fjórum mörkum gegn engu í undankeppni EM í kvöld en Harry Kane dró að sér alla athygli með frammistöðu sinni.

Kane kom Englendingum yfir eftir sendingu frá Raheem Sterling áður en hann bætti svo við öðru marki úr vítaspyrnu.

Kane lagði svo upp þriðja markið fyrir Sterling áður en hann fullkomnaði þrennu sína með öðru marki úr vítaspyrnu og lokatölur því 4-0.

Hægt er að sjá öll mörkin í spilaranum hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner