Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   lau 07. september 2019 14:55
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni EM: Kosóvó sigraði Tékkland
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kosóvó 2 - 1 Tékkland
0-1 Patrick Schick ('16)
1-1 Vedat Muriqi ('20)
2-1 Mergim Vojvoda ('67)

Kosóvó mætti Tékklandi í fyrsta leik dagsins í undankeppni EM 2020.

Patrick Schick kom Tékkum yfir í fyrri hálfleik en Vedat Muriqi jafnaði skömmu síðar og staðan 1-1 í hálfleik.

Tékkar voru betri fyrir leikhlé en heimamenn urðu mun hættulegri í seinni hálfleik þegar þeir færðu liðið aftar á völlinn og byrjuðu að reiða sig á skyndisóknir.

Tékkar fundu enga leið í gegn og gerði Mergim Vojvoda sigurmark Kosóvó eftir vel útfærða hornspyrnu á 67. mínútu.

Kosóvó er enn taplaust í undankeppninni, með átta stig eftir fjórar umferðir. Liðið er á toppi riðilsins, tveimur stigum fyrir ofan Tékkland og England. Englendingar eiga þó tvo leiki til góða.
Athugasemdir
banner
banner