Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   fös 06. september 2024 22:39
Stefán Marteinn Ólafsson
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Íslenska karlalandsliðið mætti Svartfjallalandi í kvöld þegar Þjóðardeildin hóf göngu sína í kvöld.

Ísland var fyrir leikinn í kvöld eina landið sem enn átti eftir að hrósa sigri í keppninni en þar varð breyting á í kvöld. 


Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Svartfjallaland

„Já það var rætt fyrir leik. Það voru síðustu orð mín þegar við tókum hringinn áður en við fórum út á völlinn að það væri komin tími á að ná í þrjú stig í þessari keppni." Sagði Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði Íslands í kvöld eftir leikinn. 

„Þetta er auðvitað keppni sem er búin að gefa okkur tvo sénsa á að komast á stórmót þannig það þarf að bera virðingu fyrir henni og reyna að koma okkur aftur upp í A-deildina. Þá er auðvitað bara mikilvægt að ná í sigur í þessum leik og löngu komin tími á það." 

Íslenska liðið skoraði tvö mörk eftir hornspyrnu og fyrra markið sem Orri Steinn skoraði var virkilega vel gert. 

„Þetta var af æfingarsvæðinu. Við vorum búnir að plana það að nýta okkur nærsvæðið hjá þeim og nota blokkeringar. Frábær skalli hjá Orra og þetta var klárlega æft og Sölvi búin að koma flottur inn í teymið og klárlega búin að skoða þeirra veikleika og við nýttum okkur þá vel í dag." 

Jóhann Berg Guðmundsson spilaði allan leikinn í dag og segist vera í góðu standi. 

„í flottu stand og bara allt í góðu. Gaman að spila með þessu liði. Frábærir einstaklingar og mikill stígandi í þessu liði. Mér finnst svona undanfarnir mánuðir bara vera flottur andi og þegar menn meiðast þá eru aðrir að koma inn og gera flotta hluti. Það er komin bara svona einhver heild eða strúktúr á þetta lið sem er að ganga upp sem er auðvitað bara frábært." 

Nánar er rætt við Jóhann Berg Guðmundsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir