Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
banner
   lau 07. október 2023 18:22
Tryggvi Guðmundsson
Hemmi: Þú ert að berjast fyrir lífi þínu og mér fannst allt dofið
Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV ætlar að vera áfram með liðið í Lengjudeildinni.
Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV ætlar að vera áfram með liðið í Lengjudeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þessi leikur endurspeglar tímabilið hjá okkur. Við fengum fullt af tækifærum til að klára þennan leik," sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV eftir 1 - 1 jafntefli við Keflavík í lokaumferð Bestu-deildar karla í dag en þar með er ljóst að liðið er fallið úr deildinni.

Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  1 Keflavík

„Fyrri hálfleikur var ekki nógu góður, við vorum klaufar og það voru sendingafeilar pressulausir. Það drap momentið þar sem við hefðum geta komist í stöðu og sett stöðuga pressu. En við fengum vissulega dauðafæri til að koma okkur í góða stöðu og sprengja upp og fá læti. Það endurspeglar tímabilið að við erum að brenna mörgum dauðafærum."

Í lok leiksins fékk ÍBV fullt af færum en miðað við stöðuna í öðrum leikjum hefði liðið þurft að skora mörg mörk til að bjarga sæti sínu.

„Það skipti ekki höfuðmáli en þú ert að berjast fyrir lífi þínu og mér fannst allt dofið. Það er allt í lagi að vera stressaður og svona en það verður að vera hjarta í þessu og grimmd. Menn verða að langa þetta. Keflavík hafði ekkert að spila fyrir nema stoltið. Ég er svekktur með fyrri hálfleikinn en í seinni hálfleik hefðum við leikandi geta skorað 3-4 mörk sem hefðu kannski verið nóg. Við fáum á okkur sloppy mark, það er svakalegt einbeitingaleysi. Það endurspeglar líka tímabilið, alltof mikið af einstaklingsmistökum og klaufamistökum í mörkum sem við höfum gefið og hafa kostað okkur dýrmæt stig. Við komum okkur í þessa stöðu í dag og þar má nefna nýlega leiki við Fylki og Fram þar sem við misstum stór stig."

ÍBV er nú fallið í Lengjudeildina en hvað er þá framhaldið, leikmannamál og Hermann sjálfur?

„Ég er með eitt ár í viðbót og er ekki að fara neitt. Við mætum endurnærðir og brjálaðir í næstu deild. Þetta var þungt tímabil bæði úrslitalega og svo voru rosalega margir leikmenn meiddir og hálfir. Það var þungt tímabil fyrir margar sakir."

ÍBV hefur oft glímt við tíð leikmannaskipti og það þó þeir haldi sér í deildinni. Verður meira um það núna því liðið er fallið?

„Það verður að skoða hvað er hægt að gera og hvernig við setjum það upp. En það er engin spurning að við mætum með gríðarlega sterkt lið í Lengjudeildina á næsta ári. Það er alveg öruggt. Við erum með mjög ungt lið í grunninn og þeir leikmenn verða bara betri með hverju árinu svo við erum hrikalega bjartsýnir á framhaldið. Það er grautfúlt að taka þessu í dag en fyrst og fremst doði."
Athugasemdir