Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 07. nóvember 2018 18:30
Magnús Már Einarsson
Grindavík vonast til að missa ekki fleiri - Viðræður í gangi við leikmenn
Sito.
Sito.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Will Daniels.
Will Daniels.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Srdjan Tufegdzic, þjálfari Grindvíkinga, vonast til að ná að gera nýja samninga við Elias Tamburini, Sito og Will Daniels en þeir eru allir samningslausir.

„Stjórn er í viðræðum við þá um að framlengja samninga. Ég er frekar bjartsýnn á að það gangi upp. Ég á von á því að þetta verði frágengið í lok nóvember," sagði Túfa í Miðjunni á Fótbolta.net í dag.

Sito er spænskur sóknarmaður sem skoraði fjögur mörk í átján leikjum í Pepsi-deildinni í sumar. Elias Tamburini er finnskur bakvörður sem kom til Grindvíkinga í júlí og spilaði tíu leiki. Will Daniels er sóknarmaður sem skoraði fimm mörk í nítján leikjum í sumar en hann var á sínu öðru tímabili í Grindavík.

Vonast til að missa ekki fleiri
Björn Berg Bryde, Brynjar Ásgeir Guðmundsson, Kristijan Jajalo og Sam Hewson hafa allir yfirgefið herbúðir Grindvíkinga í haust en Túfa vonast til að missa ekki fleiri leikmenn úr hópnum.

„Ég vona ekki. Það eru kjarni af leikmönnum á samningum. Flestir heimamenn eru á samningum og Rodrigo (Gomes Mateo) og Rene (Joensen) sem voru í fyrra eru líka á samningum. Það verður mikið af leikmannabreytingum en það getur líka verið jákvætt þegar það kemur nýr þjálfari með nýjar áherslur," sagði Túfa.

„Það er líka jákvætt að undirbúningstímabilið er langt áður en mótið byrjar og ég hef góðan tíma til að finna leikmenn og púsla liðinu saman."

Skoðar íslenska markaðinn
Túfa er byrjaður að skoða möguleika á liðsstyrk fyrir næsta tímabil. „Við fórum strax að heyra í nokkrum íslenskum leikmönnum sem eru samningslausir," sagði Túfa.

„Íslenski markaðurinn er alltaf svolítið erfiður fyrir lið sem eru ekki í Reykjavík. Stærstu klúbbarnir eiga auðveldara með að semja við leikmenn. Við fylgumst með íslenska markaðinum og reynum að styrkja okkur þar. Við erum líka með góð sambönd í Serbíu, Króatíu, Slóveníu og jafnvel Danmörku. Þessi vinna er farin af stað. Við þurfum leikmenn sem eru klárlega í Pepsi-deildar klassa og verða lykilmenn í okkar liði."

Ekki að flýta sér að ráða aðstoðarþjálfara
Srdjan Rajkovic var ráðinn markmannsþjálfari Grindavíkur í vikunni en Túfa á eftir að ráða aðstoðarþjálfara.

„Planið er að flýta sér ekki í því. Ég vil búa til þjálfarateymi þar sem manni líður vel og að umgjörðin og árangurinn næsta sumar verði í góðum málum," sagði Túfa.

Smelltu hér til að hlusta á ítarlegt viðtal við Túfa í Miðjunni
Athugasemdir
banner
banner
banner