Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 07. nóvember 2019 12:56
Elvar Geir Magnússon
Bein Twitter-lýsing: Hamren opinberar landsliðshóp
Fundurinn hefst 13:15
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 13:15 verður fréttamannafundur KSÍ í höfuðstöðvum sambandsins í Laugardal.

Erik Hamren og Freyr Alexandersson opinbera landsliðshóp fyrir komandi verkefni.

Fundurinn verður sýndur í beinni á heimasvæði okkar á Facebook og þá verður bein Twitter lýsing frá öllu því helsta sem gerist.

Ísland mætir Tyrklandi í Istanbúl eftir viku og Moldavíu sunnudaginn 17. nóvember.

Ísland þarf að vinna báða leikina og treysta á að Tyrkland misstígi sig gegn Andorra í lokaumferðinni til að komast á EM á næsta ári. Ef það tekst ekki mun Ísland fara í umspil um sæti á EM í mars.

Jóhann Berg Guðmundsson og Rúnar Már Sigurjónsson meiddust báðir í síðasta landsliðsverkefni. Jóhann Berg verður væntanlega ekki með í komandi leikjum og óvíst er ennþá með þátttöku Rúnars.

Þá er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson ennþá á meiðslalistanum sem og Albert Guðmundsson.

Fótbolti.net verður í Laugardalnum í dag og mun vera með beina útsendingu þaðan.




Athugasemdir
banner
banner
banner