Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 07. nóvember 2019 15:15
Magnús Már Einarsson
Hamren: Rúnar sá eini sem er að glíma við vandamál
Rúnar Már Sigurjónsson.
Rúnar Már Sigurjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Már Sigurjónsson er eini leikmaðurinn sem er tæpur vegna meiðsla fyrir komandi landsleiki gegn Tyrklandi og Moldóvu. Rúnar tognaði aftan í læri gegn Frökkum í síðast mánuði en er að koma til baka.

Vonir standa til að hann fái mínútur með Astana gegn AZ Alkmaar í Evrópudeildinni í dag eða í deildarleik gegn Irtysh á sunnudag.

„Rúnar er sá eini sem er að glíma við vandamál. Hann hefur ekki ennþá spilað með liði sínu. Ég held að hann verði á bekknum í kvöld í Evrópudeildinni. Síðan sjáum við hvort hann spilar eitthvað á sunnudaginn," sagði Erik Hamren landsliðsþjálfari við Fótbolta.net í dag.

Ragnar Sigurðsson fór einnig meiddur af velli gegn Andorra í síðasta mánuði en hann spilaði með Krasnodar í rússnesku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

„Raggi spilaði síðustu tíu mínúturnar í síðasta leik og það ættu ekki að vera nein vandræði með hann," sagði Hamren.

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
Hamren: Jón Dagur var líka í huga mínum
Athugasemdir
banner
banner