fim 07. nóvember 2019 15:30
Magnús Már Einarsson
Ísland spilar á velli með mesta hávaða í heimi
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Tyrklandi í undankeppni EM á Turk Telekom leikvanginum í Istanbul í næstu viku. Um er að ræða heimavöll Galatasaray.

Árið 2011 var slegið met á leikvanginum en þá mældist hávaðinn þar 131.76 decibel í grannaslag Galatasaray og Fenerbahe. Það met fór í heimsmetabók Guinness en ógnvænlegur hávaði hefur einnig mælst á landsleikjum hjá Tyrkjum þar í gegnum tíðina.

„Væntingar okkar eru þær að við séum að fara að upplifa eitthvað algjörlega sérstakt þegar við spilum á þessum magnaða velli," sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari, þegar hann talaði um Turk Telekom leikvanginn í dag.

Ísland vann Tyrkland 3-0 í Eskisehir í Tyrklandi árið 2017 en árið 2015 höfðu Tyrkir betur 1-0 í leik í Konya.

Tyrkir hafa ekki spilað í Istanbul síðan árið 2014 en þeir eru duglegir að skipta um heimavelli. Tyrkir eru í góðum málum í undankeppni EM en í sjö síðustu heimaleikjum sínum hafa þeir ekki tapað og markatalan er 12-1.

Erik Hamren tjáði sig einnig um andrúmsloftið í Tyrklandi í viðtali á Fótbolta.net í dag.
Hamren: Jón Dagur var líka í huga mínum
Athugasemdir
banner
banner
banner