Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 07. nóvember 2019 23:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kosningar skapa markvarðarvandræði hjá Levante
Aitor Fernandez.
Aitor Fernandez.
Mynd: Getty Images
Spænska úrvalsdeildarfélagið gæti verið án aðalliðsmarkvarðar þegar liðið ferðast til Baskalands og mætir Athletic Bilbao á sunnudag.

Aitor Fernandez, aðalmarkvörður Levante, var dreginn í það að starfa á kosningastað í spænsku þingkosningunum um helgina og mun hann missa af leiknum ef hann kemst ekki frá því.

Paco Lopez, þjálfari Levante, er í vandræðum þar sem varamarkvörður liðsins, Oier Olazabal, er meiddur.

Samkvæmt AS þá eru lögfræðingar félagsins að vinna í því að koma Fernandez frá því að starfa á kosningastað.

Levante fær að vita það á morgun, tveimur dögum fyrir leikinn, hvort Fernandez megi spila á sunnudaginn.

Ef Fernandez fær ekki að spila, þá þarf Levante að kalla upp hinn 22 ára Dani Cardenas úr varaliðinu.

Levante er í 11. sæti La Liga, þremur stigum frá Evrópusæti.

UPPFÆRT: Hann fékk leyfi til að spila.
Athugasemdir
banner