Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fim 07. nóvember 2019 21:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
U19 stelpurnar unnu Svíþjóð aftur
Kvenaboltinn
Sveindís skoraði fyrsta markið eftir aðeins tvær mínútur.
Sveindís skoraði fyrsta markið eftir aðeins tvær mínútur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 2 - 0 Svíþjóð
1-0 Sveindís Jane Jónsdóttir ('2)
2-0 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('67)

Sveindís Jane Jónsdóttir kom Íslandi á bragðið eftir aðeins tvær mínútur þegar U19 landsliðið mætti Svíþjóð í vináttulandsleik í Egilshöll.

Sveindís fór upp vinstri kantinn og reyndi fyrirgjöf. Boltinn fór af varnarmanni Svíþjóð og barst aftur til hennar. Þá reyndi hún skot og inn fór boltinn, 1-0.

Staðan var 1-0 í hálfleik, en um miðbik seinni hálfleiks skoraði fyrirliðinn Karólína Lea Vilhjálmsdóttir annað markið. Hún fékk boltann inn á teignum, lék á varnarmann Svía og lagði boltann í hornið.

Lokatölur 2-0, en á þriðjudaginn vann Ísland 3-0 í Kórnum.

Tveir flottir sigrar hjá íslensku stelpunum gegn Svíþjóð.

Byrjunarlið Íslands:
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (M)
Barbára Sól Gísladóttir
Hildur Þóra Hákonardóttir
Katla María Þórðardóttir
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
Eva Rut Ásþórsdóttir
Ída Marín Hermannsdóttir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (F)
Karen María Sigurgeirsdóttir
Hafrún Rakel Halldórsdóttir
Sveindís Jane Jónsdóttir


Athugasemdir
banner