banner
   þri 07. desember 2021 13:07
Elvar Geir Magnússon
Bellingham fær sex milljóna króna sekt
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: EPA
Jude Bellingham, leikmaður Borussia Dortmund, hefur verið sektaður um 40 þúsund evrur eða tæplega 6 milljónir íslenskra króna eftir ummæli hans eftir tap gegn Bayern München í þýsku Bundesligunni síðasta laugardag.

Í sjónvarpsviðtali þá setti Bellingham spurningamerki við að dómarinn Felix Zwayer var settur á leikinn. Hann vitnaði í að Zwayer fékk sex mánaða bann eftir að úrslitum var hagrætt 2005.

Bellingham er 18 ára enskur landsliðsmaður og fær sektina fyrir óíþróttamannslega framkomu. Dortmund ætlar ekki að áfrýja.

Dortmund vildi fá vítaspyrnu í leiknum á laugardag en Zwayer var ekki á sama máli. Bayern fékk svo vítaspyrnu sem Robert Lewandowski skoraði sigurmarkið úr.

„Þú getur horft á margar ákvarðanir í þessum leik en við hverju býstu þegar þú gefur dómara, sem hefur hagrætt úrslitum áður, stærsta leikinn í Þýskalandi," sagði Bellingham í viðtali við Viaplay.

Með sigrinum þá er Bayern fjórum stigum á undan Dortmund á toppi þýsku deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner