Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 07. desember 2021 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dómari sem hafði hlotið dóm fyrir nauðgun látinn fara frá KSÍ
Dómaraflauta
Dómaraflauta
Mynd: Getty Images
Úttektarnefnd ÍSÍ hefur lokið störfum en hún var sett saman til að gera úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands.

Í skýrslu nefndarinnar kemur fram að KSÍ hafi frá árinu 2010 fengfengið ábendingar eða tilkynningar um tvö önnur mál sem varða kynferðisofbeldi.

Úr skýrslunni:
Annað málið mun varða knattspyrnudómara sem hafi hlotið dóm fyrir nauðgun en sá einstaklingur mun tafarlaust hafa verið látinn hætta dómgæslu í kjölfar þess að dómur um sakfellingu kom til vitneskju KSÍ. Beiðni mannsins um að hann fengi að dæma leiki á meðan mál hans væri í áfrýjunarferli var hafnað af hálfu KSÍ og hefur hann ekki dæmt leiki síðan fyrir sambandið.

Hitt málið mun varða hegðun einstaklings sem sinnti tímabundnu verkefni sem verktaki í keppnisferð eins af yngri landsliðum Íslands og beindist að starfsmanni hótels sem liðiðdvaldi á. Sá verktaki mun ekki hafa sinnt neinum verkefnum fyrir KSÍ eftir að sambandið fékk vitneskju um málið.

Auk þess er nefndinni kunnugt um tvö mál frá árinu 2010 þar sem KSÍ hefur þurft að taka á kynferðislegri áreitni af hálfu einstaklings sem sinnt hefur verkefnum innan knattspyrnuhreyfingarinnar á vegum KSÍ. Þar sem umboð úttektarnefndarinnar nær einungis til þess að fjalla um vitneskju innan stjórnar og starfsmanna KSÍ um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi telur nefndin ekki rétt að fjalla sérstaklega um atvik þeirra mála í þessum kafla skýrslunnar.
Athugasemdir
banner
banner