þri 07. desember 2021 20:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðsgjöf þegar Tottenham „stal" Fernandes
Gedson Fernandes.
Gedson Fernandes.
Mynd: Getty Images
Það mynduðust skemmtilegar umræður í Enski boltinn hlaðvarpinu fyrr í dag.

Guðmundur Gunnar Guðmundsson, stuðningsmaður Arsenal, Ingimar Helgi Finnsson, stuðningsmaður Tottenham, og Tómas Steindórsson, stuðningsmaður West Ham, voru gestir í þættinum.

Einhvern veginn fór umræðan á þá leið að rætt var um Gedson Fernandes, sem var á láni hjá Tottenham í eitt ár - 2020 til 2021. Tómas sagði að það hefði verið guðsgjöf fyrir West Ham að Fernandes valdi Spurs á sínum tíma.

„Þegar þið tókuð Gedson og stáluð af honum af West Ham, það var mikið guðsgjöf. Því við keyptum í staðinn Tomas Soucek," sagði Tómas.

„Ég segi einfaldlega bara 'takk'."

„Fernandes kom á láni og það var ákvæði um að við gætum keypt hann fyrir 50 milljónir evra. Við hefðum ekki virkjað ákvæðið fyrir fimm milljónir evra. Hann var algjörlega hörmulegur."

Soucek hefur reynst gríðarlega vel fyrir West Ham. Fernandes er í dag á láni hjá Galatasaray í Tyrklandi.
Enski boltinn - Lundúnarþema og baráttan um fimmta sætið
Athugasemdir
banner
banner