Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 07. desember 2021 11:30
Elvar Geir Magnússon
Myndi selja Aubameyang ef hann fengi tækifærið
Pierre-Emerick Aubameyang.
Pierre-Emerick Aubameyang.
Mynd: EPA
Gary Neville.
Gary Neville.
Mynd: Getty Images
Sparkspekingurinn Gary Neville telur að Mikel Arteta, stjóri Arsenal, myndi selja fyrirliða liðsins Pierre-Emerick Aubameyang ef hann fengi tækifæri til þess.

Aubameyang byrjaði á bekknum í 2-1 tapinu gegn Everton í gær en hinn 22 ára Eddie Nketiah kom inn á undan honum. Aubameyang kom inn þegar fimm mínútur voru eftir og fór illa með frábært tækifæri til að jafna á Goodison Park.

Neville segir að samband sóknarmannsins og Arteta sé óþægilegt og gæti versnað enn frekar.

„Ég held að það verði vandamál kringum Aubameyang eftir þetta. Ég held að hann hafi ekki verið hrifinn af því að Nketiah hafi komið inn á undan sér. Það er alltaf eitthvað smá vesen milli Arteta og Aubameyang. Ég veit að hann er fyrirliðinn en hann er skilinn eftir utan liðsins og það er skrítið andrúmsloft í kringum þetta," segir Neville.

„Þetta skapar vandamál og ég þori að veðja upp á það að ef Arteta gæti fengið smá pening fyrir hann og fengið inn annan leikmann þá myndi hann stökkva á það. Ég held líka að Aubameyang sé til í að fara annað."

Aubameyang er 32 ára og er einn launahæsti leikmaður liðsins. Hann hefur aðeins skorað fjögur deildarmöek á tímabilinu og talað hefur verið um að Arsenal vilji kaupa annan framherja. Jonathan David hjá Lille og Dominic Calvert-Lewin hjá Everton hafa verið nefndir.


Athugasemdir
banner
banner
banner