Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. desember 2022 16:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Man Utd gegn Cadiz: Garnacho og Dubravka byrja
Garnacho skoraði sigurmarkið gegn Fulham í síðasta leik fyrir HM.
Garnacho skoraði sigurmarkið gegn Fulham í síðasta leik fyrir HM.
Mynd: EPA
Dubravka er í markinu.
Dubravka er í markinu.
Mynd: EPA
Manchester United spilar í kvöld fyrri æfingaleik sinn í HM hléinu, andstæðingurinn í kvöld er spænska liðið Cadiz. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og hefur Man Utd gefið út byrjunarliðið og leikmannahópinn sem er til taks í leiknum.

Þeir leikmenn sem fóru til Katar á HM eru ekki í hópnum. Það vekur athygli að David de Gea er ekki í hópnum í dag og Martin Dubravka fær því tækifærið á milli stanganna.

Í byrjunarliðinu eru ungir og efnilegir leikmenn eins og Alejandro Garnacho, Zidane Iqbal, Teden Mengi og Anthony Elanga. Tom Heaton er eini reynsluboltinn á varamannabekknum en þar er einnig Shola Shoretire sem United menn eru spenntir fyrir.

Byrjunarliðið:
Dubravka; Wan-Bissaka, Lindelöf, Mengi, Williams; McTominay, Iqbal, Van De Beek; Elanga, Martial, Garnacho

Varamenn:
Heaton, Bishop, Shoretire, Savage, Hugill, McNeill, Emeran, Bernard, Jurado, Hardley, Bennett, Hansen-Aarone, Gore, Mainoo, Oyedele, Murray, Fredricson.

Seinni æfingaleikurinn er svo gegn Real Betis á laugardag. Næsti leikur eftir það er svo gegn Burnley þann 21. desember í deildabikarnum. Cadiz er í 19. sæti La Liga.
Athugasemdir
banner
banner