Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
banner
   fim 07. desember 2023 18:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Everton og Newcastle: Dubravka og Calvert-Lewin byrja
Mynd: EPA

Það eru tvær breytingar á liði Everton sem vann Nottingham Forest í síðustu umferð en liðið fær Newcastle í heimsókn í kvöld.


Dominic Calvert-Lewin hefur jafnað sig af meiðslum og kemur inn fyrir Beto. Þá er Seamus Coleman að byrja sinn fyrsta leik á tímabilinu en hann kemur inn fyrir James Garner. Það er útlit fyrir að Ashley Young færi sig á miðjuna og Coleman fer í bakvörðinn.

Nick Pope er meiddur og Martin Dubravka er í rammanum hjá Newcastle í hans stað.

Þá er Anthony Gordon í byrjunarliðinu gegn sínum gömlu félögum.

Everton: Pickford; Coleman, Tarkowski, Branthwaite, Mykolenko; Harrison, Gueye, McNeil, Young; Doucoure; Calvert-Lewin.

Newcastle: Dubravka; Trippier, Schar, Lascelles, Livramento; Miley, Guimaraes, Joelinton; Almiron, Isak, Gordon.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner