Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 07. desember 2023 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fer fram á að Pogba verði dæmdur í fjögurra ára bann
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Saksóknari í máli franska miðjumannsins Paul Pogba er að fara fram á að leikmaðurinn verði dæmdur í fjögurra ára bann frá fótbolta.

Pogba féll á lyfjaprófi eftir fyrsta deildarleik Juventus á tímabilinu en hann mældist með of hátt magn af testósteróni í líkamanum.

Pogba gekk til liðs við Juventus á frjálsri sölu síðasta sumar eftir erfiðan tíma hjá Manchester United.

Erfiðu tímarnir hafa haldið áfram á Ítalíu og var hann mikið meiddur á síðustu leiktíð. Núna er hann líklega á leið í langt bann.

Núna þarf Pogba ásamt lögmönnum sínum að ákveða hver vörn hans verður í málinu. Möguleiki er að hann muni semja í málinu til þess að fá vægari refsingu.
Athugasemdir
banner
banner
banner