Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 07. desember 2023 11:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hlynur fenginn sem miðvörður - „Spennandi leikmaður sem við þekkjum vel í gegnum Óskar"
Mynd: Haugesund
Hlynur Freyr Karlsson var í morgun tilkynntur sem nýr leikmaður Haugesund í Noregi. Félagið keypti hann frá Val þar sem hann lék í sumar og vakti verðskuldaða athygli. Þessi nítján ára fjölhæfi leikmaður var í liði ársins hér á Fótbolti.net.

Hann skrifar undir fjögurra samning við norska félagið og heldur út til Noregs í janúar þegar undirbúningtímabilið hefst. Hjá Haugsesund hittir hann fyrir Óskar Hrafn Þorvaldsson sem er formlega tekinn við sem þjálfari liðsins.

„Hlynur er leikmaður sem við þekkjum mjög vel í gegnum Óskar og er spennandi tegund af leikmanni sem við viljum hafa í hópnum á næsta ári. Hann er varnarmaður sem finnst gaman að verja sitt svæði og kemur með marga eiginleika sem við erum vissir um að muni henta mjög vel í norskum fótbolta. Óskar og þjálfarateyminu hlakkar mikið til að halda áfram að vinna með Hlyn um leið og hann kemur í janúar," segir Eirik Opedal sem er íþróttastjóri félagsins.

Opedal segir að Hlynur sé fenginn sem miðvörður. „Hann er fjölhæfur leikmaður en við höfum fengið hann sem miðvörð. Þar nær hann sínu besta fram," sagði íþróttastjórinn.

Hlynur hefur einnig spilað semð hægri bakvörður og djúpur miðjumaður. Haugesund hélt sæti sínu í Eliteserien á tímabilinu sem lauk um liðna helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner