Pochettino að missa starfið? - Man Utd tilbúið að losa sig við Antony og fleiri - Mörg lið berjast um Palhinha - De Bruyne vill MLS frekar en...
banner
   fim 07. desember 2023 10:02
Elvar Geir Magnússon
Óskar Hrafn fær Hlyn Frey til Haugesund (Staðfest)
Hlynur í leik með Val.
Hlynur í leik með Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norska úrvalsdeildarfélagið Haugesund, sem Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfar, hefur keypt Hlyn Frey Karlsson frá Val.

„Hlynur gekk til liðs við okkur fyrir síðasta tímabil og vakti verðskuldaða athygli fyrir frábæra frammistöðu í sumar," segir í tilkynningu Vals.

Hlynur er nítján ára fjölhæfur leikmaður sem valinn var í lið ársins í Bestu deildinni en hann var áður í unglingaliðum Bologna á Ítalíu.

„Hlynur er ekki bara frábær leikmaður heldur frábær manneskja sem við munum sakna mikið. Hann er hins vegar ungur að árum og á framtíðina fyrir sér. Hann þroskaðist mikið sem leikmaður hjá okkur í Val þar sem hann fékk stórt hlutverk og ég er ekki í nokkrum vafa um að hann verður fljótt lykilmaður hjá Haugasund sem er mjög spennandi klúbbur," segir Börkur Edvardsson formaður knattspyrnudeildar Vals.

„Við óskum Hlyni alls hins besta í framtíðinni."
Athugasemdir
banner
banner