Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
   fim 07. desember 2023 12:04
Elvar Geir Magnússon
Liðið hans Pele fallið í fyrsta sinn
Heimavöllur Santos.
Heimavöllur Santos.
Mynd: Getty Images
Santos, fyrrum félag brasilísku goðsagnarinnar Pele, er fallið úr efstu deild í fyrsta sinn í 111 ára sögu þess.

2-1 tap gegn Fortaleza í síðasta deildarleik tímabilsins gerði það að verkum að Santos féll úr efstu deildinni í Brasilíu.

Santos vann fjölda titla á gullaldarárum sínum á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar.

Pele, sem varð þrívegis heimsmeistari með Brasilíu, lést í fyrra 82 ára gamall. Neymar ólst einnig upp hjá Santos.

Palmeiras vann brasilíska meistaratitilinn annað tímabilið í röð og samtals í tólfta sinn.

Flamengo og Sao Paulo eru núna einu liðin í Brasilíu sem aldrei hafa fallið.
Athugasemdir
banner
banner
banner