Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   fim 07. desember 2023 11:53
Elvar Geir Magnússon
„Ofdekraðir“ stuðningsmenn Palace bauluðu á liðið
Roy Hodgson.
Roy Hodgson.
Mynd: EPA
Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, sagði að stuðningsmenn væru ofdekraðir eftir að baulað var á liðið þegar það gekk af velli í gær. Palace tapaði 0-2 fyrir Bournemouth.

Einhverjir köstuðu lauslegum hlutum í átt að Hodgson þegar hann gekk til búningsklefa.

„Stuðningsmennirnir hafa verið ofdekraðir hér undanfarin ár. Þeir eru vanir því að sjá okkur ganga vel á heimavelli og ná úrslitum. Á þessu ári höfum við ekki verið að ná því,“ segir Hodgson.

„Við lögðum mikla vinnu á okkur en sköpuðum ekki nægilega mörg færi. Stuðningsmenn eru ósáttir við því að við pökkuðum ekki Bournemouth saman. En þetta Bournemouth lið reyndist vera mjög gott. Stuðningsmenn mættu með þær væntingar að þetta yrði auðveldur heimasigur."

„Við getum ekki neytt stuðningsmenn til að standa með okkur á svona stundum. Það er þeirra val. Við höfum verið að ná betri árangri undanfarin ár en búist var við. En við erum samt í þeirri stöðu að hver einasti leikur er bardagi og við þurfum á stuðningi okkar fólks að halda."

Palace er í fjórtánda sæti, níu stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner