Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   mið 08. febrúar 2023 23:38
Ívan Guðjón Baldursson
Ten Hag: Óásættanlegt að byrja svona illa
Mynd: EPA

Erik ten Hag var svaraði spurningum fréttamanna eftir 2-2 jafntefli Man Utd gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni þar sem Rauðu djöflarnir komu til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir.


Ten Hag er ekki sáttur með upphafsmínúturnar í hvorum hálfleik þar sem Leeds skoraði mörkin sín á 1. og 48. mínútu. Hann er ánægður með endurkomuna en samt sem áður ósáttur með færanýtinguna undir lokin, þar sem hann taldi sína menn hafa getað hrifsað sigurinn til sín.

„Að byrja svona illa í hvorum hálfleik er algjörlega óásættanlegt - sérstaklega í nágrannaslag. Við verðum að vera tilbúnir til að berjast og taka ábyrgð frá fyrstu mínútu en við vorum það ekki í kvöld," sagði Ten Hag.

„Við græddum stig því við lentum tveimur mörkum undir og komum til baka en við töpuðum líka stigi því við fengum svo mörg tækifæri til að vinna leikinn sem við nýttum ekki. Þetta voru alltof mörg færi, við verðum að bæta nýtinguna."

Ten Hag var svo spurður út í Jadon Sancho sem hefur verið fjarverandi í langan tíma en kom inn af bekknum í kvöld, var afar líflegur og gerði jöfnunarmarkið.

„Ég er mjög ánægður með þá báða. Jadon er stórkostlegur fótboltamaður sem getur gert frábæra hluti fyrir liðið okkar. Í kvöld gerði hann gæfumuninn og ég veit að hann getur haldið áfram að skipta miklu máli þegar honum líður vel. Eins og staðan er í dag þá líður honum vel. Ég held að þetta mark muni hvetja hann til að gera meira."

Næsti leikur Man Utd er á sunnudaginn. Þar heimsækir liðið Leeds í annað sinn á fjórum dögum í ensku úrvalsdeildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner