Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 08. febrúar 2023 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Thierry Henry hættur hjá Belgíu
Mynd: EPA

Thierry Henry mun ekki starfa áfram sem aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins eftir að Domenico Tedesco var ráðinn til að leysa Roberto Martinez af hólmi.


Henry vildi sjálfur taka við landsliðinu en varð ekki fyrir valinu og hefur því ákveðið að leita sér að nýju starfi. Belgíska knattspyrnusambandið er búið að staðfesta brottför Henry.

Henry var aðstoðarþjálfari Belgíu í tvö ár áður en hann hætti störfum til að taka við Mónakó fyrst og síðan Montreal Impact. Hann hætti störfum hjá Montreal og fór aftur til belgíska landsliðsins til að vera nær fjölskyldu sinni á erfiðum tímum Covid veirunnar. 

Belgíska landsliðinu gekk hörmulega á HM í Katar og var Martinez látinn fara í kjölfarið.

Næstu leikir Belgíu eru gegn Þýskalandi og Svíþjóð í mars. Liðin eigast við í fyrstu umferðum undankeppni EM 2024.


Athugasemdir
banner
banner
banner