Valgeir Árni Svansson, sem hefur leikið með Hönefoss í 4. deild í Noregi að undanförnu, er búinn að gera samning við Fylki.
Valgeir Árni er fæddur 1998 og uppalinn hjá Aftureldingu, með tæpa 100 KSÍ-leiki að baki fyrir félagið. Hann getur bæði spilað á kantinum sem og í bakverði.
Hann skipti yfir til Hönefoss í fyrra en mun nú reyna fyrir sér með nýliðum Bestu deildarinnar.
Fylkir vann Lengjudeildina í fyrra og verður spennandi að fylgjast með Árbæingum aftur í efstu deild.
Komnir
Elís Rafn Björnsson frá Stjörnunni
Emil Ásmundsson frá KR
Jón Ívan Rivine frá Gróttu
Valgeir Árni Svansson frá Hönefoss
Pétur Bjarnason frá Vestra
Farnir
Ásgeir Börkur Ásgeirsson í ÍR
Hallur Húni Þorsteinsson í Hauka á láni