Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
   lau 08. febrúar 2025 22:35
Sölvi Haraldsson
Kristian Nökkvi og Nökkvi spiluðu í tapi gegn Feyenoord
Mynd: Sparta Rotterdam
Kristian Nökkvi Hlynsson og Nökkvi Þeyr Þórisson spiluðu báðir í 3-0 tapi Sparta Rotterdam á Feyenoord.

Kristian Nökkvi byrjaði leikinn sem byrjaði klukkan 20:00 í kvöld á heimavelli Feyenoord. Heimamenn tóku forystu þegar 10 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og kláruðu svo leikinn með tveimur mörkum undir lok leiks.

Nökkvi Þeyr kom inn á þegar lítið var eftir í stöðunni 2-0. Sparta Rotterdam er áfram í 16. sæti deildarinnar sem er umspilssætið um að falla.

Rúnar Þór Sigurgeirsson sat allan á bekknum þegar að hans menn í Willem gerðu 1-1 jafntefli á útivelli gegn toppliði PSV.

Brynjólfur Andersen Willumsson er ennþá að glíma við meiðsli og var ekki í hóp Groningen í dag sem unnu 2-1 heimasigur á NEC Nijmegen.

Jón Dagur Þorsteinsson var ónotaður varamaður þegar hans menn í Hertha Berlin töpuðu fyrir Kaiserslautern 1-0 á heimavelli.
Stöðutaflan Holland Holland efsta deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Feyenoord 11 9 1 1 30 10 +20 28
2 PSV 11 9 1 1 35 16 +19 28
3 AZ 11 7 3 1 24 13 +11 24
4 Ajax 11 5 5 1 21 15 +6 20
5 Groningen 11 6 1 4 17 15 +2 19
6 Utrecht 11 5 1 5 20 15 +5 16
7 Sparta Rotterdam 11 5 1 5 14 23 -9 16
8 NEC 11 4 3 4 27 20 +7 15
9 Twente 11 4 3 4 20 18 +2 15
10 Heerenveen 11 3 5 3 19 19 0 14
11 Go Ahead Eagles 11 3 4 4 17 17 0 13
12 Fortuna Sittard 11 4 1 6 16 20 -4 13
13 NAC 11 3 3 5 14 19 -5 12
14 Volendam 11 2 4 5 14 19 -5 10
15 Excelsior 11 3 1 7 10 21 -11 10
16 Zwolle 11 2 3 6 13 27 -14 9
17 Telstar 11 2 2 7 14 21 -7 8
18 Heracles Almelo 11 2 0 9 15 32 -17 6
Athugasemdir
banner
banner